Nú þegar daginn tekur að stytta hafa talsvert margar ábendingar borist til sveitarfélagsins varðandi götulýsingu í Fjarðabyggð. Verktakar á vegum Fjarðabyggðar vinna þessa dagana að því að skipta út sprungnum perum í staurum og lagfæra þá sem eru bilaðir. Verður þessari vinnu lokið nú á næstunni.