mobile navigation trigger mobile search trigger
25.11.2015

Grænfáninn dreginn að hún

Grunnskóli Reyðarfjarðar fagnaði þeim frábæra áfanga nýverið að fá grænfánann afhentan í þriðja sinn.

Grænfáninn dreginn að hún
Að athöfn lokinni að sal skólans var þotið út með fánann að fánastönginni.

Grænfáninn er alþjóðlegt verkefni sem Landvernd er aðili að og er markmið þess að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisvitund í skólum. Þeir skólar sem vinna að því að fá Grænfánann kallast Skólar á grænni grein og þurfa þeir að stíga sjö umhverfisskref áður en þeim hlotnast Grænfáninn.

Fáninn er veittur til tveggja ára í senn og til að halda honum þarf að vinna samfellt og markvisst starf í umhverfismálum. Grunnskóli Reyðarfjarðar tók á móti Grænfánanum í fyrsta skipti 28. maí 2009. Þá fékk Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar grænfánann afhentan árið 2012.

Fleiri myndir:
Grænfáninn dreginn að hún
Frá afhendingu fánans á sal grunnskólans. Á sviðinu eru nýja og gamla grænfánanefnd skólans, sem skipaðar eru fulltrúum allra bekkja.
Grænfáninn dreginn að hún
Grænfáninn dreginn að hún.

Frétta og viðburðayfirlit