mobile navigation trigger mobile search trigger
12.04.2019

Grunnskóli Reyðarfjarðar sigraði Austurlandsriðil Skólahreysti

Lið Grunnskóla Reyðarfjarðar sigraði Austurlandsriðil Skólahreysti í vikunni.

Grunnskóli Reyðarfjarðar sigraði Austurlandsriðil Skólahreysti
Sigurvegarar í Austurlandsriðli Skólahreystis 2019 koma frá Grunnskóla Reyðarfjarðar. Frá vinstri Kjartan, Ólafur, Perla, Auður, Bragi og Ásdís

Frábær árangur hjá krökkunum eftir spennandi keppni en fyrir lokaumferðina, hina frægu hraðabraut, var skólinn í öðru sæti. Það voru því mikil gleðilæti sem brutust út hjá litríku og samheldnu stuðningsliði á pöllunum þegar úrslitin voru kunngerð.

Í liði Grunnskóla Reyðarfjarðar eru Auður Rós Þormóðsdóttir, Bragi Halldór Hólmgrímsson, Perla Sól Sverrisdóttir og Ólafur Jónsson. Varamenn voru þau Ásdís Iða Hinriksdóttir og Kjartan Mar Garski Ketilsson.

Þrotlausar æfingar í vetur, undir styrkri stjórn Önnu Mariu Skrodzka Peta, íþróttakennara, skiluðu sannarlega góðum árangri.

Til hamingju öll!

Frétta og viðburðayfirlit