mobile navigation trigger mobile search trigger
15.08.2019

Heimsókn Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra

Sigurður Ingi Jóhannsson Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sótti Fjarðabyggð heim í gær. Ráðherra kom á ferð sinni meðal annars við í Sköpunarmiðstöðinni á Stöðvarfirði og í Breiðdalssetri á Breiðdalsvík.

Heimsókn Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra
Hópurinn skoðar sig um í nýju hljóðveri í Sköpunarmiðstöðinni á Stöðvarfirði

Ráðherra og fylgdarliði var vel tekið á báðum stöðum en markmið heimsóknarinnar var m.a. að kynna sér starfsemi Sköpunarmiðstöðvarinnar en hún fékk tæplega 60 milljón króna styrk í ár frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu ásamt því að sveitarfélagið leggur fram fjárveitingar á móti framlagi ráðuneytisins.

Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði hefur verið starfrækt í átta ár og er hugsjónastarf sem ætlað er að stuðla að atvinnusköpun og menningu á Stöðvarfirði.Styrkveitingar nýtast til uppbyggingar aðstöðu í húsnæðinu og viðhalds þess.  Þar eru starfræktar vinnustofur fyrir gestalistamenn, tónleikasalur og hljóðver. Sköpunarmiðstöðin var m.a. handhafi Landstólpans 2018.

Fleiri myndir:
Heimsókn Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra
Í Breiðdalssetri

Frétta og viðburðayfirlit