mobile navigation trigger mobile search trigger
29.06.2021

Hernámsdagurinn á Reyðarfirði 1. júlí

Klukkan 13:00

Fimmtudaginn 1. júlí verður Hernámsdagurinn haldinn hátíðlegur á Stríðsárasafninu á Reyðarfirði. Eitt og annað verður um að vera á safninu í tilefni dagsins. 

Hernámsdagurinn á Reyðarfirði 1. júlí

Stríðsárasafnið opnar kl. 13:00 og er gestum boðið að skoða safnið endurgjaldslaust allan daginn.
Þá lifnar safnið við kl. 17:00 með tilheyrandi dagskrá en hægt verður að kaupa fisk og franskar á svæðinu.
Hernámsdeginum lýkur svo með lifandi tónlist í bragganum milli kl. 19:00 og 21:00.

Gestir eru hvattir til að taka með sér teppi til að sitja á, garð- eða útilegustóla og ekki gleyma sólarvörninni, enda verður veður með besta móti. 
Einnig er skorað á gesti að mæta í hermannabúningum, stríðsárakjólum eða hverju einu sem hefur tengingu við stríðsárin.

Það er stjórn Íbúasamtaka Reyðarfjarðar og Fjarðabyggð sem býður alla hjartanlega velkomin á þennan fjölskylduvæna, fróðlega og fjöruga viðburð. Hlökkum til að sjá ykkur.

Fleiri myndir:
Hernámsdagurinn á Reyðarfirði 1. júlí
Dagskrá Hernámsdagsins 2021

Frétta og viðburðayfirlit