mobile navigation trigger mobile search trigger
11.10.2023

Vinabæjarheimsókn til Gravelines

Í september á hverju ári eru haldnir Íslendingadagar í Gravelines. Gravelines er vinabær Fjarðabyggðar, en var áður vinabær Fáskrúðsfjarðar fyrir sameiningu. Af því tilefni hefur verið hefð að fulltrúar Fjarðabyggðar ásamt einum fulltrúa frá frönskum dögum fari út  og taka þátt í hátíðardagskránni.

Vinabæjarheimsókn til Gravelines
Frá formlegri opnun markaðsins.

Að þessu sinni fóru þau Birgir Jónsson, forseti bæjarstjórnar og Hjördís Seljan bæjarfulltrúi ásamt Ástu Kristínu Guðmundsdóttur frá Frönskum dögum.

Hópurinn flaug til Parísar að morgni föstudagsins 22. september og var svo haldið þaðan til Gravelines.

Hátíðardagskráin hófst með opnun á markaði sem stendur opinn alla helgina og gengu gestir á milli bása og skoðuðu það sem var til sölu.

Í kjölfarið á því voru sagðar sögur eftir Annie Ardaens um konur og sjóinn. Þar segir Annie sögur frá hlið konunnar og þeirri vinnu sem þær lögðu á sig í landi meðan menn þeirra sóttu sjóinn við Íslandsstrendur.

Um kvöldið var svo kvöldverður þar sem boðið var uppá mat frá vinabæjum Gravelines og meðal annars var boðið uppá hákarl, reyktan og grafinn lax með piparrótarsósu. Birgir Jónsson flutti ræðu ásamt öðrum kjörnum fulltrúum sem og formanni ungmennaráðs Gravelines, en hún sagði frá ferð sinni til Fjarðabyggðar og Frönskum dögum.

Laugardagurinn hófst með fjölbreyttri dagskrá og var byrjað í Menningarmiðstöð Gravelines þar sem hátt í 800 nemendur stunda tónlistarnám, listnám, dans, myndlist svo eitthvað sé nefnt.

Þaðan var svo haldið í reiðhús þar sem fram fóru reiðæfingar og var fylgst með þeim.

Hin árlega skrúðganga hófst svo klukkan 16:00, en þar er hefð fyrir því að þátttakendur klæðast fatnaði frá fyrri tíð, hús eru skreytt með hlutum sem tengjast sjónum og veiðum. Þar var einnig verið að selja happdrættismiða og fisk. Skipuð var dómnefnd til að velja best skreytta húsið í hverfinu. Ásta Kristín sat í dómnefndinni fyrir hönd hópsins.

Haldin var minningarstund útá sjó um látna sjómenn og var blómum fleygt í sjóinn þeim til minningar.

Ráðhús Gravelines var heimsótt en það er frá 18. öld stór og virðuleg bygging í miðbæ Gravelines. Gestir fengu kynningu á ráðhúsinu og í kjölfarið fengu þau að skoða sig um.

Um kvöldið var sameiginlegur kvöldverður þar sem skiptst var á gjöfum og Hjördís Seljan, bæjarfulltrúi hélt ræðu. Í ræðu sinni kom Hjördís inná mikilvægi þeirra tengsla sem myndast hafa á milli Gravelines og Fjarðabyggðar og að mikilvægt sé að efla atvinnu- og menningartengsl sveitarfélaganna.

Á sunnudeginum var byrjað á minningarmessu og síðan minningarathöfn við minningarreit þar sem kjörnir fulltrúar lögðu blómsveig til minningar um hina látnu sjómenn. Þá lék lúðrasveit íslenska og franska þjóðsönginn. Við það tilefni flutti Birgir hátíðarræðu. Þar kom hann inn á mikilvægi þess að heiðra söguna og miðla henni áfram til komandi kynslóða og vitnaði þar í fyrrum borgarstjóra Gravelines. Það er jú mikilvægt að við þekkjum fortíðina til þess að leiðbeina okkur í framtíðinni.  Í kjölfarið tók við sjálf Íslendingahátíðin þar sem borðaður er hádegismatur og skemmtidagskrá fyrir alla bæjarbúa. Einnig var kíkt við á knattspyrnuleik milli US Gravelines og Escaudain en sá leikur fór 4-2 fyrir heimamönnum. Birgi var færð treyja heimaliðsins í lok leiks.

Fleiri myndir:
Vinabæjarheimsókn til Gravelines
Birgir Jónsson tekur í hendina á Bertrand Ringot borgarstjóra Gravelines
Vinabæjarheimsókn til Gravelines
Búningaganga á laugardeginum
Vinabæjarheimsókn til Gravelines
Búningaganga á laugardeginum
Vinabæjarheimsókn til Gravelines
Dómnefndin ásamt formanni ungmennaráðs Gravelines og Ástu Kristínu sem voru í dómnefndin.
Vinabæjarheimsókn til Gravelines
Skrúðgangan á sunnudeginum.
Vinabæjarheimsókn til Gravelines
Skipts á gjöfum
Vinabæjarheimsókn til Gravelines
Minningarathöfn
Vinabæjarheimsókn til Gravelines
Birgi Jónssyni færð treyja US Gravelines
Vinabæjarheimsókn til Gravelines
Minningarathöfn fyrir látna sjómenn

Frétta og viðburðayfirlit