mobile navigation trigger mobile search trigger
15.10.2015

Hjáleið við Hlíðarendaá Eskifirði

Vegna framkvæmda við Hlíðarendaá verður umferð beint um hjáleið við Strandgötu 78-84 á Eskifirði. Hjáleiðin verður opnuð í næstu viku og tekur við allri umferð á meðan framkvæmdum stendur eða fram í nóvember.

Hjáleið við Hlíðarendaá Eskifirði

Framkvæmdirnar eru hluti af ofanflóðavörnum á Eskifirði og fela m.a. í sér brúargerð yfir Hlíðarendaá nálægt vegamótum Strandgötu og Steinholtsvegar.

Brúargerðin hefst eins fljótt og auðið er í næstu viku, 19. til 23. október, og er gert ráð fyrir að hún taki um 4 til 5 vikur.

Ofanflóðavarnir Eskifirði - hjáleið við Hlíðarendaá.pdf

Frétta og viðburðayfirlit