mobile navigation trigger mobile search trigger
22.08.2023

Hjarta mitt slær í sveitinni

Boðið er til samtals um framtíðartækifæri í sveitum Austurlands í gamla barnaskólanum á Eiðum miðvikudaginn 23. ágúst frá klukkan 14-19. 

Hjarta mitt slær í sveitinni

Á fundinum verða rædd framtíðartækifæri í sveitum Austurlands en afrakstur íbúaþingsins verður nýttur til að ákveða aðgerðir og áherslur í verkefninu „Vatnaskil“ sem snýst um nýsköpun og fjölbreyttara atvinnulíf í dreifbýli á Austurlandi með sérstaka áherslu á að skapa tækifæri fyrir ungt fólk. Fólk á öllum aldri er hvatt til að mæta. Á heimasíðu Austurbrúar má finna frekari upplýsingar um viðburðinn og hægt er að skrá sig hér.

Frétta og viðburðayfirlit