mobile navigation trigger mobile search trigger
08.12.2016

Hönnunar- og söngkeppnin SamEind

Föstudaginn 3. desember var haldin hönnunar- og söngkeppnin SamEind í Egilsbúð í Neskaupstað. SamEind er sameiginlegt verkefni félagsmiðstöðva í Fjarðabyggð en efstu þrjú sætin í söngkeppninni tryggðu þátttöku á SamAust söngkeppni félagsmiðstöðva á öllu Austurlandi.

Hönnunar- og söngkeppnin SamEind

Sex atriði tóku þátt í söngkeppninni og í efsta sæti varð Anya Shaddock úr Hellinum með frumsamið lag, In the end, en auk þess að syngja spilaði Anya á hljómborð. Í öðru sæti varð Jóhanna Gabriela Lecka úr Knellunni með lagið Flashlight og í þriðja sæti varð Kasia Rymon Lipinska úr Atóm með lagið Say something.

Í Stíl-hönnunarkeppninni var einungis eitt lið skráð til leiks og kom það úr Knellunni. Þetta voru þær Aníta Guðrún, Eva Björk, Magda og Svanhildur Sól. Stóðu þær sig engu að síður rosalega vel og var módelið allt hið glæsilegasta. Þær fengu að launum flott verðlaun auk þess sem þær unnu sér sæti í úrslitum Stíl í Hörpunni í Reykjavík.

Dómarar voru þau Elma Valgerður Sveinbjörnsdóttir, Guðrún Egilsdóttir og Þorvaldur Einarsson. Eftir að dómarar voru búnir að kynna úrslitin var ball fram á kvöld. Um sextíu krakkar úr sveitarfélaginu mættu og skemmtu sér vel.

SamAust keppnin verður haldin í febrúar hér í Fjarðabyggð, nánar tiltekið í Skrúð á Fáskrúðsfirði. Þeir keppendur sem unnu sér inn þátttökurétt hafa því nægan tíma til að æfa sig fram að keppninni.

 

Frétta og viðburðayfirlit