mobile navigation trigger mobile search trigger
15.11.2016

Hosumarkaður í Safnahúsinu á Dögum myrkurs

Hosurnar voru á Dögum myrkurs með sinn árlega styrktarmarkað í Safnahúsinu í Neskaupstað. Boðið var upp á smákökubar og vakti sú nýjung mikla lukku.

Hosumarkaður í Safnahúsinu á Dögum myrkurs

Markaðurinn, sem haldinn er til styrktar Umdæmissjúkrahúsi Austurlands/FSN, var að vanda opinn fimmtudag, föstudag og laugardag.

Mikil úrval var af handverki og bakkelsi og kom einnig kvennakórinn Fönn og söng fyrir viðstakka.

Smákökubarinn var settur upp með sama móti og nammibarir. Viðskiptavinir gátu komið og valið sér alls konar smákökur og borgað eftir vigt.

Að sögn Hönnu Siggu, eins skipuleggjanda markaðarins, mæltist smákökubarinn mjög vel fyrir og stefnir því í að því í að þessi skemmtlega nýjung sé komin til að vera.

Hosurnar eru stuðningsfélag starfsmanna sjúkrahússins og safna þær fjármagni til stuðnings tækjakaupum með sölu á fjölbreyttu handverki.

Dagar myrkurs fóru fram 2. til 6. nóvember sl. á öllu Austurlandi.

Fleiri myndir:
Hosumarkaður í Safnahúsinu á Dögum myrkurs
Hosumarkaður í Safnahúsinu á Dögum myrkurs
Hosumarkaður í Safnahúsinu á Dögum myrkurs

Frétta og viðburðayfirlit