mobile navigation trigger mobile search trigger
27.02.2017

Hvenær er besti tími dags til að ala upp barn?

Foreldrafélag VA og foreldrafélag Nesskóla standa fyrir fræðslustund fyrir foreldra í Nesskóla í kvöld, mánudaginn 27. febrúar kl. 19:30-21:00.

Hvenær er besti tími dags til að ala upp barn?

Fræðslustundin er í höndum Magnúsar Stefánssonar sem hefur starfað sem fyrirlesari hjá Maritafræðslunni frá árinu 2001. Þar verður spurningunni hér að ofan svarað en auk þess komið inn á uppeldistengd málefni, gildi, hefðir og venjur, hvernig tilfinningagreind og sjálfstraust barna er styrkt og fíkniefni og skaðleg áhrif þeirra. Farið verður yfir einkenni fíkniefnaneyslu og hvernig gott er að bregðast við ef grunur um neyslu kemur upp.

Upplýstir foreldrar eru besta forvörnin því rannsóknir sýna að unglingar taka mark á því sem foreldrar þeirra segja. Því er mikilvægt að foreldrar séu upplýstir og taki virkan þátt í því að fræða og upplýsa börn sín og unglinga.

Allir foreldrar/forráðamenn og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta á fræðslustundina.

Hér má sjá fésbókarsíðu fundarins.

Frétta og viðburðayfirlit