mobile navigation trigger mobile search trigger
25.01.2019

Íbúafundur í Breiðdal

Mánudaginn 22. janúar var haldin íbúafundur í Breiðdal í tilefni að lokum verkefnisins “Brothættar byggðir” sem Breiðdalshreppur var þátttakandi í.

Íbúafundur í Breiðdal

Í nóvember 2013 var verkefninu “Brothættar byggðir” hrundið af stað í Breiðdal í samstarfi Breiðdalshrepps, Byggðastofnunnar, SSA og Austurbrúar og lauk verkefninu formlega nú um áramót. Verkefnið byggði á því að reyna að koma á samtali um eflingu byggða sem glímt hafa við langvarandi fólksfækkun, og eins á fjárstyrkjum til verkefna sem stuðla að eflingu byggðar.

Á íbúafundinum á mánudag var farið yfir árangur verkefnisins. Talsmenn fyrirtækja sem hlotið höfðu styrki í tenglsum við verkefnið sögðu frá uppbyggingu sinna fyrirtækja. Forstjóri Byggðastofnunnar lýsti yfir ánægju sinni með hvernig til hefði tekist á undanförnum árum og sagði að verkefnið hefði skilað miklum árangri.

Í lok fundarins kynnti Jón Björn Hákonarsson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, hvernig haldið verður utan um þau verkefni sem orðið hafa til í kjölfar verkefnisins. Umsjónamaður þess verður Valgeir Ægir Ingólfsson, atvinnu- og þróunarstjóri Fjarðabyggðar

Frétta og viðburðayfirlit