mobile navigation trigger mobile search trigger
08.06.2017

Íþrótta- og tómstundaframboð sumarsins

Fjölbreytt námskeið og íþróttaæfingar eru í boði í sumar.

Íþrótta- og tómstundaframboð sumarsins

Framboðið er mismunandi eftir bæjarkjörnum en m.a. er í boði að skella sér á leikjanámskeið eða siglinganámskeið, æfa körfubolta, fótbolta, frjálsar, sund eða karate auk margs fleira. Flest af því sem verður í boði í sumar er komið inn á sérstakt vefsvæði þar sem hægt er að kynna sér málið. Það bætist nýr liður við daglega og innan skamms verður dagskráin fullmótuð. 

Auk þess er hægt að sækjast eftir frekari upplýsingum með því að hafa samband við Bjarka Ármann Oddsson, íþrótta- og tómstundafulltrúa í netfanginu bjarki.a.oddsson@fjardabyggd.is eða í síma 470 9000. 

Kynntu þér framboðið hér.

Frétta og viðburðayfirlit