mobile navigation trigger mobile search trigger
28.12.2018

Íþróttamenn ársins hjá Val Reyðarfirði og Þrótti Neskaupstað 2018

Þróttur Neskaupstað og Valur Reyðarfirði hafa nú í desember tilnefnt íþróttamenn ársins 2018. Hjá Þrótti varð blakkonan Ana Maria Vidal Bouza fyrir valinu en hjá Val Reyðarfirði var glímukonan Kristín Embla Guðjónsdóttir valin.

Íþróttamenn ársins hjá Val Reyðarfirði og Þrótti Neskaupstað 2018
Kristín Embla Guðjónsdóttir er Íþróttamaður ársins hjá Val Reyðarfirði. Mynd: Einkasafn

Íþróttamaður Þróttar árið 2018 var heiðraður þann 2. desember sl. Ana Maria Vidal Bouza átti frábært tímabil árið 2018 og var ein af driffjöðrunum í frábæru gengi kvennaliðs Þróttar í blaki þegar þær urðu þrefaldir meistarar. Sem uppspilari liðsins stýrði hún liðinu vel. Hún var m.a valin mikilvægasti leikmaðurinn  í bikarúrslitum og besti leikmaður Mizuno deildarinnar 2018.

Þann 27. desember var íþróttamaður árins hjá Val Reyðarfirði valinn. Þar var það glímukonan Kristín Embla Guðjónsdóttir fyrir valinu. Kristín Embla er 18 ára gömul, fædd árið 2000, og hefur stundað glímu um árabil. Í vor bar Kristín sigur úr bítum í Íslandsglímunni og hlut fyrir vikið Freyjumennið og sæmdartitilinn glímudrottning Íslands. Kristín keppti einnig á alþjóðlegum mótum í keltneskum fangbrögðum þar sem hún stóð sig vel og var í verðlaunasæti í gouren og backhold á Evrópumóti unglinga í apríl. Kristín er fyrirmyndar íþróttakona jafnt innan vallar sem utan.

Við óskum þeim Ana Maria og Kristínu Emblu til hamingju með árangurinn.

Fleiri myndir:
Íþróttamenn ársins hjá Val Reyðarfirði og Þrótti Neskaupstað 2018
Ana Maria Vidal Bouza var valin íþróttamaður ársins hjá Þrótti Neskaupstað. Mynd: Þróttur Neskaupstað

Frétta og viðburðayfirlit