mobile navigation trigger mobile search trigger
24.11.2015

Jólaljósin ljóma í Fjarðabyggð

Ómissandi hluti af jólaundirbúningnum er að sjá ljósin kvikna á jólatrénu og heilsa upp á jólasveinana.
Kveikt verður á jólatrjánum í Fjarðabyggð á eftirtöldum dögum:

Jólaljósin ljóma í Fjarðabyggð
  • Mjóifjörður, föstudagurinn 27. nóv. kl. 17:00
    Við Sólbrekku

  • Fáskrúðsfjörður, laugardagurinn 28. nóv. kl. 17:00
    Við bátinn Rex við Búðaveg

  • Stöðvarfjörður, laugardagurinn 28. nóv. kl. 17:00
    uppi við sparkvöllinn á Balanum

  • Reyðarfjörður, sunnudagurinn 29. nóv. kl. 16:00
    Á horni Austurvegar og Árgötu (fyrir ofan Sesam brauðhús)

  • Norðfjörður, sunnudagurinn 29. nóv. kl. 17:00
    Í miðbænum gegnt Egilsbúð

  • Eskifjörður, laugardagurinn 5. des. kl. 16:00
    Á Eskjutúni

Í boði verður skemmtileg dagskrá fyrir alla fjölskylduna með jólasöng og fjallhressum jólasveinum.

Viðurðirnir eru skipulagðir í samstarfi við foreldrafélag leikskólans á hverjum stað, nema á Norðfirði. Þar verður kveikt á jólatrénu í samstarfi við 9. bekk Nesskóla.

Frétta og viðburðayfirlit