mobile navigation trigger mobile search trigger
24.11.2020

Jón Grétar Margeirsson ráðinn í starf fasteigna- og framkvæmdafulltrúa

Jón Grétar Margeirsson hefur verið ráðinn í starf fasteigna- og framkvæmdafulltrúa á framkvæmdasviði Fjarðabyggðar.

Jón Grétar Margeirsson ráðinn í starf fasteigna- og framkvæmdafulltrúa
Jón Grétar Margeirsson nýr fasteigna- og framkvæmdafulltrúi Fjarðabyggðar

Fasteigna- og framkvæmdafulltrúi sér um rekstur og umsjón fasteiga og lóða Fjarðabyggðar, auk þess að hafa  yfirumsjón og eftirlit með verklegum framkvæmdum, viðhalds- og rekstrarverkefnum fyrir eignasjóð Fjarðabyggðar, ásamt yfirumsjón og eftirliti með viðhaldi leiguhúsnæðis Fjarðabyggðar.

Jón Grétar hefur hafið störf og tekur við starfinu af Svani Frey Árnasyni sem hefur sinnt því að undanförnu ásamt því að hafa yfirumsjón með veitum Fjarðabyggðar.

Um áramót mun svo Andrés Gunnlaugsson láta af stöfum sem hitaveitustjóri en því starfi hefur Andrés sinnt frá stofnun hennar. Svanur Freyr Árnason verður þá forstöðumaður veitna Fjarðabyggðar, vatns-, frá-, og hitaveitu.

Fjarðabyggð býður Jón Grétar velkominn til starfa og þakkar á sama tíma Andrési Gunnlaugssyni fyrir vel unninn störf, og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.

Frétta og viðburðayfirlit