mobile navigation trigger mobile search trigger
25.09.2023

Kuldaboli 2023

Kuldaboli fór fram í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði föstudaginn 22. september. Kuldaboli er viðburður sem hefur farið fram árlega síðan árið 2007 og hefur stækkað með hverju árinu síðan þá.

Kuldaboli 2023

Ungmenni frá öllu Austurlandi hittast og gista í höllinni í tjöldum og hlusta á tónlistaratriði fram eftir kvöldi. Á þessum árstíma er oðið frekar kalt og því ber viðburðurinn nafnið Kuldaboli. Það má með sanni segja að viðburðurinn hafi staðið undir nafni, því það var orðið frekar kalt í höllinni þegar leið á kvöldið.

Viðburðurinn byrjaði kl 19:00 og lauk um kl 10:00 að morgni. Kuldaboli er einn mest sótti viðburður á meðal ungmenna á Austurlandi og voru um 320 nemendur frá 8. – 10. bekk í höllinni.

Viðburðurinn gekk mjög vel og ungmennin voru til fyrirmyndar. Starfsfólk Fjarðabyggðar og Múlaþings stóðu vaktina alla nóttina og voru ungmennum innan handar. Trúbadorinn Øystein skemmti krökkunum ásamt TikTok stjörnunum VÆB sem komu og héldu uppi stuðinu. DJ Helgi lokaði svo kvöldinu með frábærri tónlist. Ungmenninn skemmtu sér vel og tóku þátt í allri skipulagðri dagskrá. Markmiðið með þessum viðburði er að mynda tengsl milli ungmenna á Austurlandi og fyrst og fremst að hafa gaman.

Félagsmiðstöðvar Fjarðabyggðar stóðu fyrir viðburðinum og eru ánægð með útkomuna. Allt starf á vegum félagsmiðstöðva Fjarðabyggðar miðast að því að tryggja öryggi ungmenna. 

Styrktaraðilar Kuldabola voru Alcoa, Landsvirkjun, Nettó, Samkaup, Laxar, Eskja, Sparisjóðurinn, Landsbankinn, Olís, Launafl, Tanni Travel, Hampiðjan, Mannvit, Nýpukollur og Hárstofa Sigríðar, og þökkum við þeim kærlega fyrir sitt framlag.

Fleiri myndir:
Kuldaboli 2023
Kuldaboli 2023
Kuldaboli 2023
Kuldaboli 2023
Skipuleggjendur Kuldabola: Lilja Tekla Jóhannsdóttir, Hólmfríður Benediktsdóttir og Eyrún Inga Gunnarsdóttir starfsmenn félagsmiðstöðva Fjarðabyggðar

Frétta og viðburðayfirlit