mobile navigation trigger mobile search trigger
16.11.2018

Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Neskaupstað 2019

Í dag var ritaði undir samstarfsamning þess efnis að Landsmót UMFÍ 50+ verði haldið í Neskaupstað árið 2019. 

Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Neskaupstað 2019
Ritað undir samkomulagi f.v. Gunnar Gunnarsson, formaður ÚÍA, Haukur Valtýsson, formaður ÚÍA og Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri Fjarðabyggðar.

Það var Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, sem ritaði undir samkomulagið fyrir hönd Fjarðabyggðar, Haukur Valtýsson fyrir hönd UMFÍ og Gunnar Gunnarsson fyrir hönd ÚÍA.

Landsmót UMFÍ 50+ er blanda af íþróttakeppni og annarri keppni, hreyfingu og því að fá fólk á besta aldri til að hafa gaman saman. Mótið hefur farið fram árlega síðan 2011 og er öllum opið sem verða 50 ára á árinu og eldri.

Mótið verður haldið í lok júní á næsta ári og er von á fjölda fólks til Fjarðabyggðar í tengsum við mótið. 

Frétta og viðburðayfirlit