mobile navigation trigger mobile search trigger
26.08.2016

Langur laugardagur á Stöðvarfirði

Frábær menningardagur með Salthússmarkaðanum, Sköpunarmiðstöðinni, Minjasafni Tona, Svartholinu, ljósakvöldi Steinasafns Petru og fleira skemmtilegu.

Langur laugardagur á Stöðvarfirði
Ein af fjölmörgum glæsilegum þokumyndum sem skreyta Salthússmarkaðinn í Samkomuhúsinu á Stöðvarfirði. (Ljósm. Hjördís Albertsdóttir)

Langi laugardagurinn er uppskeruhátíð sumarsins á Stöðvarfirði og hefur verið að festa sig í sessi sem einn flottasti menningardagur landshlutans.

 • Salthússmarkaðurinn í Samkomuhúsinu, opinn frá 11:00 – 20:00.
  (Minnum á þokumyndirnar sem prýða húsið).
 • Kökubasar. Árlegur kökubasar til styrktar Stöðvarfjarðarkirkju verður í Samkomuhúsinu frá kl. 14:00, meðan birgðir endast.
 • Skottsala (uppskeruhátíð) verður fyrir utan markaðinn.
  Fólk er hvatt til að koma með uppskeru sumarsins eða annað sem því dettur í hug að selja. Þeir, sem vilja taka þátt, hafi samband við Hlíf í síma 845-1104 eða bréfapósti á bibbasin@simnet.is.
 • Minjasafn Tona. Opið frá kl. 13:00 – 20:00
 • Gallerí Snærós, listagallerí. Opið frá kl. 13:00 – 20:00
 • Sköpunarmiðstöðin. Kl. 17:00 mun Una sýna starfsemina. Mætið tímanlega.
 • Svartholið hjá Önnu. Opið frá kl. 13:00 – 20:00.
 • Brekkan. Opin frá kl. 11:00 – 22:00. Pizzaofninn heitur frá 18:00 – 20:00.
 • SAXA, gistiheimili og kaffihús. Opið frá kl. 11:00 – 20:00.
 • Steinasafn Petru. Hið árlega ljósakvöld verður frá kl. 20:00 ef veður leyfir.

Allir velkomnir.

Salthússgengið og menningarvitarnir

Frétta og viðburðayfirlit