mobile navigation trigger mobile search trigger
24.10.2016

Launajafnrétti

Í dag, 24. október, eru rúm fjörutíu ár liðin frá því konur um allt land fylktu liði og yfirgáfu heimili og vinnustaði til að vekja athygli á ójafnri stöðu kynjanna. Baráttumál kvenna þá voru margvísleg og snerust m.a. um launajafnrétti. Nú árið 2016 hefur sem betur fer margt færst í rétta átt en samt sem áður sýna nýjustu launakannanir á vinnumarkaði að enn ber eitthvað í milli í launum kynjanna.

Allir kvenkyns starfsmenn Fjarðabyggðar, sem þess óska, munu af þessu tilefni leggja niður störf kl. 14:38 í dag mánudaginn 24.október.

Launajafnrétti

Sveitarfélagið Fjarðabyggð hefur í starfsemi sinni lagt sitt af mörkum í baráttunni gegn kynbundnum launamun. Launaúttekt sveitarfélagsins leiddi nýlega í ljós að bæði kyn standa jafnfætis í launakjörum hjá sveitarfélaginu og hlaut Fjarðabyggð gullmerki PwC því til staðfestingar.

Það er markmið sveitarfélagsins að viðhalda þeirri stöðu og greina launaumsýslu þess ítarlega með reglubundnum launatúttektum líkt og síðastliðið vor.

Frétta og viðburðayfirlit