mobile navigation trigger mobile search trigger
31.01.2017

Lífshlaupið hefst á morgun

Lífshlaupið verður ræst í tíunda sinn á morgun, 1. febrúar. Gera má ráð fyrir að fjöldi vinnustaða í Fjarðabyggð taki þátt í þessari landskeppni í hreyfingu, með hliðsjón af þátttökunni í sveitarfélaginu í síðustu lífshlaupum.

Lífshlaupið hefst á morgun

Lífshlaupið er verkefni á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og hefur það að markmiði að hvetja landsmenn til þess að huga að daglegri hreyfingu og auka hana eins og kostur er, í vinnu, við val á ferðamáta og í frítíma.

Sem fyrr skiptist lífshlaupið í þrjá flokka eða keppnir. Grunnskólakeppni, framhaldsskólakeppni og vinnustaðakeppni. Grunnskóla- og framhaldsskólakeppnin standa frá 1.-14. febrúar en vinnustaðakeppnin frá 1.-21. febrúar.

Hægt er að fá allar frekari upplýsingar og skrá sig með því að smella hér.

Frétta og viðburðayfirlit