mobile navigation trigger mobile search trigger
08.06.2020

Listaverkagjöf til Eskifjarðarskóla

Listamaðurinn Oddur Friðrik Eysteinsson sem ber listmannsnafnið Odee færði Eskifjarðarskóla á dögunum að gjöf listaverkið Jötunheima. Þetta er glæsilegt 5 metra langt verk unið á ál og hefur skírskotanir vítt og breitt um söguna t.d. í goðheima og staðhætti Austurlands.

Listaverkagjöf til Eskifjarðarskóla
Ásta Stefanía Svarvarsdóttir, Oddur Eysteinn Friðriksson og Karl Óttar Pétursson

Listamaðurinn aðstoðaði við uppsetningu verksins, valdi því stað og afhenti það formlega þann 2. júní. Ásta Stefanía skólastjóri Eskifjarðarskóla tók við verkinu og þakkaði Odee þessa höfðinglegu gjöf og hlýhuginn í garð skólans. Verkið verður nemendum, starfsfólki, foreldrum og fjölmörgu gestum Eskifjarðarskóla til ánægju á miðhæð skólans. Við hverja skoðun þess kemur eitthvað nýtt í ljós sem vekur forvitni og áhuga um þann heim sem það endurspeglar.

Eskifjarðarskóli er ríkur af fjölmörgum listaverkum og ómetanleg er þessi nýjasta viðbót við safnið, verk sem kallar áhorfendur til sín, aftur og aftur.  

Listamanninum Odee eru sendar bestu þakkir fyrir þessa góðu gjöf

Frétta og viðburðayfirlit