mobile navigation trigger mobile search trigger
10.12.2020

Litlu jólin í Fjarðabyggð 11. - 12. desember

Menningarstofa Fjarðabyggðar stendur fyrir "Litlu jólunum" í Fjarðabyggð dagana 11. - 12. desember í samstarfið við fyrirtæki og félagasamtök íFjarðabyggð. Dagskrá helgarinnar er fjölbreytt og nú er svo sannarlega tíminn til að fanga jólastemninguna og létta lund á fordæmalausum tímum.

Litlu jólin í Fjarðabyggð 11. - 12. desember
Á föstudag og laugardag verður boðið upp á ljúfa jólatóna í Molanum, jólatrjásölu við Stríðsárasafnið þar sem einnig verður leitað að Jólakettinum, jólabílabíó á Eskifriði og svo mæta kátir jólasveinar á svæðið á laugardag.
Dagskrá helgarinnar er svohljóðandi.
Föstudagurinn 11. desember.
Klukkan 16.00 -18.00:
Jóhanna Seljan og Øystein Magnús Gjerde leika og syngja jólalög í Molanum á milli 16 og 18 í rýminu þar sem hárgreiðslustofan Exíto var áður.
Tónlistin mun berast fram á gang Molans en hægt verður að horfa á tónlistarfólkið í gegnum gluggann fyrir utan. Börn fædd 2015 og yngri mega kíkja í jólalandið sem þar bíður fyrir innan en ljúfir tónar munu óma um Molann og gleða viðskiptavini á meðan verslað er.
Laugardagurinn 12. desember.
Klukkan 10.00 - 12.00:
Skógræktarfélag Reyðarfjarðar stendur fyrir fjölskylduratleiknum "Leitin að Jólakettinum" við Stríðsárasafnið ásamt því að hefja sína árlegu jólatréssölu. Notaleg stemmning og jólasveinar kíkja í heimsókn upp úr 10.30 og eru á svæðinu til 12.00.
Ratleikurinn tekur um 30 mínútur og það þarf snjallsíma til að taka þátt. Leikurinn hentar öllum aldurshópum.
13.00 - 16.00: Jólatónlist leikin í Exíto í Molanum á Reyðarfirði og jólasveinar á vappi.
13.00 - 14.00: Øystein Magnús Gjerde
14.00 - 15.00: Berglind sagnaþula
15.00 - 16.00: Andri Snær
Tónlistin mun berast fram á gang Molans en hægt verður að horfa á tónlistarfólkið spila í gegnum gluggann. Börn fædd 2015 og yngri mega kíkja í jólalandið til tónlistarfólksins og hlusta ásamt 8 eldri gestum. Séð verður til þess að ljúfir tónar munu berast um Molann og gleðja viðskiptavini á meðan verslað er.
20.00 - 22.15: Jólabílabíó á Eskifirði
Boðið verður upp á hina sívinsælu og stórskemmtilegu jólamynd Love Actually (2003). Þessi sígilda mynd kemur öllum í jólaskapið.
Að baki LITLU JÓLUNUM í Fjarðabyggð stendur Menningarstofa Fjarðabyggðar, Skógræktarfélagið á Reyðarfirði, Kvikmyndasýningarfélag Austurlands og fyrirtækin í Molanum - Veiðiflugan, Landsbankinn, Krónan, Lyfja og Vínbúðin.
Sérstakar þakkir fá Ívar hjá Festi, Kiddi Þór og Heiðar Ferdinandsson hjá Skiltavali sem og allir þeir sem lánuðu okkur jólatré og skraut.
Jólasveinar sem og aðrir sem koma að viðburðunum munu gæta sóttvarna. Sótthreinsandi verður í boði við inngang Exíto. Við minnum fólk á þær reglur sem eru gildi vegna covid19 - frekari upplýsingar er að finna hér https://bit.ly/2AUdvha.

Frétta og viðburðayfirlit