mobile navigation trigger mobile search trigger
07.12.2017

Ljósin tendruð á jólatrjánum

Um helgina var kveikt á ljósunum á jólatrjám Fjarðabyggðar í Neskaupstað, á Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði.

Ljósin tendruð á jólatrjánum
Jólatréð á Eskifirði

Talsverður fjöldi var saman kominn á öllum stöðum í blíðskaparveðri.  Jólasveinarnir létu sjá sig og færðu börnunum ávexti.

Í Neskaupstað var tækifærið að venju notað og íþróttamaður Þróttar árið 2017 veitt viðurkennig. Að þessu sinni varð María Rún Karlsdóttir fyrir valinu. Í rökstuðningi stjórnar Þróttar segir að María Rún sé metnaðarfullur og vinnusamur íþróttamaður. Hún leggi sig fram í öllu sem hún taki sér fyrir hendur. Auk þess sé hún ákaflega góð fyrirmynd innan vallar sem utan.

Sunnudaginn 10. desember verða ljósinn svo tendruð á jólatrénu í Mjóafirði.

Fleiri myndir:
Ljósin tendruð á jólatrjánum
Jólasveinarnir kíktu í heimsókn
Ljósin tendruð á jólatrjánum
María Rún Karlsdóttir var valinn íþróttamaður Þróttar árið 2017

Frétta og viðburðayfirlit