mobile navigation trigger mobile search trigger

Ljósmyndasýningin Tíra í Þórsmörk

05.06.2020 - 16.08.2020

Klukkan 14:00 - 17:00

Föstudaginn 5. júní opnar ljósmyndasýningin Tíra eftir Bjargeyju Ólafsdóttur í Þórsmörk hjá Menningarstofu Fjarðabyggðar. 
Opnunin stendur yfir frá kl 17-19 - boðið verður upp á léttar veitingar.

Ljósmyndasýningin Tíra í Þórsmörk

Bjargey Ólafsdóttir býr og starfar að list sinni í Reykjavík. Hún nam myndlist við Myndlista og handíðaskóla Íslands sem og Myndlistarakademíuna í Helsinki. Hún nam ljósmyndun við Aalto University í Helsinki og kvikmyndagerð við Binger Filmlab í Amsterdam. Listsköpun Bjargeyjar Ólafsdóttur er ekki bundin við einn listmiðil heldur velur hún sér þann miðil sem henni finnst henta hugmyndinni best hverju sinni. Bjargey teiknar, málar, ljósmyndar, hún fæst við kvikmyndagerð, hljóðverk, bókverk og gjörninga.

Bjargey var tilnefnd til ljósmyndaverðlaunanna Deutsche Börse Photography prize og the Godowski Colour photography Award fyrir ljósmyndaseríu sína Tíru sem hún sýndi fyrst í Ljósmyndasafni Reykjavíkur árið 2009. Seríuna ljósmyndaði Bjargey á Seyðisfirði í listamannadvöl í Skaftfelli árið 2008.

Sýningin er samstarfsverkefni milli Menningarstofu Fjarðabyggðar og Skaftfells Seyðisfirði.

Frétta og viðburðayfirlit