mobile navigation trigger mobile search trigger
20.02.2017

Loksins útlit fyrir skíðafæri

Skíðasvæðið í Oddsskarði hefur aðeins verið opið í 12 daga í vetur en veðurspá vikunnar lítur vel út fyrir skíðaunnendur.

Loksins útlit fyrir skíðafæri

Í síðustu viku ræddi RÚV við Ómar Skarphéðinsson rekstraraðila Oddsskarðs um snjóleysi vetrarins. Skíðasvæðið hefur aðeins verið opið í 12 daga í vetur og skíðaunnendur orðnir langþreyttir að bíða þess að snjói. Ómar benti á að það hefði ekki aðeins verið snjóleysi heldur frostlaust og þar með væri ekki hægt að færa til þann snjó sem fyrir er á svæðinu. En nú er staðan að breytast þar sem það er farið að kólna og snjóa. Í vikunni er spáð snjókomu flesta daga. Lokað er í Oddsskarði í dag en eins og kemur fram á vefsíðu svæðisins er veðurspáin loksins orðin hagstæð. 

Frétta og viðburðayfirlit