mobile navigation trigger mobile search trigger
03.01.2017

Lokun neyðarbrautar Reykjavíkurflugvallar

Bæjarráð Fjarðabyggðar ályktaði á fundi 2. janúar um málefni Reykjavíkurflugvallar.

Lokun neyðarbrautar Reykjavíkurflugvallar
Norðfjarðarflugvöllur sem verður að heilsársöryggisflugvelli með samstarfi Innanríkisráðuneytis, Fjarðabyggðar og Isavia.

Bæjarráð mótmælir harðlega hvernig komið er fyrir sjúkraflugi á Íslandi með lokun Reykjavíkurborgar á neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar.

Það má aldrei gleymast að það er sameiginleg ábyrgð allrar þjóðarinnar að öryggi og heilsu íbúa landsins sé ekki stefnt í tvísýnu.

Sveitarfélagið Fjarðabyggð hefur axlað sína ábyrgð í þessum málum með aðkomu sinni og aðila í heimabyggð, að endurbyggingu neyðarbrautar við Umdæmissjúkrahús Austurlands í Neskaupstað.

Bæjarráð Fjarðabyggðar hvetur því Borgarstjórn Reykjavíkur að endurskoða strax ákvörðun sína um lokun neyðarbrautarinnar.

Jafnframt er mikilvægt að ríkisvaldið komi að málinu, þannig að það verði leyst til framtíðar.

Frétta og viðburðayfirlit