mobile navigation trigger mobile search trigger
30.12.2017

María Rún Karlsdóttir er íþróttamaður Fjarðabyggðar 2017

Íþróttamaður Fjarðabyggðar var valinn við hátíðlega athöfn í Stöðvarfjarðarskóla föstudaginn 29. desember. Fyrir valinu varð María Rún Karlsdóttir úr Þrótti Neskaupstað.

María Rún Karlsdóttir er íþróttamaður Fjarðabyggðar 2017
María Rún Karlsdóttir

Umsögnin um Maríu var svohljóðandir: „Blakarinn María Rún Karlsdóttir er metnarfullur og vinnusamur íþróttamaður. María leggur sig fram í öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur og er frábær fyrirmynd innan vallar sem utan. María Rún endaði sem stigahæsti leikmaður í heildarskori í Mizuno deild kvenna keppnistímabilið 2016 - 2017 sem og stigahæst í sókn. María Rún var valin í lið ársins og einnig tilnefnd í kjöri um “besta leikmann” Mizuno deildarinnar. María keppti svo fyrir A-landslið kvenna í undankeppni HM, sem fram fór í Varsjá í maí. María varð svo Evrópumeistari smáþjóða með A landsliðinu í Luxemburg í júní.“

Aðrir sem tilnefndir voru til íþróttamanns Fjarðabyggðar 2017:

Andrés Leon Þórhallsson - Austra

Andri Gunnar Axelsson - Skíðafélag Fjarðabyggðar

Ásmundur Hálfdán Ásmundsson - Val

Daði Þór Jóhannsson - Leikni

Elísabet Eir Hjálmarsdóttir - Leikni

Heiða Elísabet Gunnarsdóttir - Þrótti

Katrín Björg Pálsdóttir - Þrótti

Svavar Zoega - Brettafélag Fjarðabyggðar 

Þórunn Sif Friðriksdóttir - Golfklúbb Byggðarholts 

Auk þess að heiðra ofantalda voru veittar viðurkenningar til þeirra einstaklinga sem hafa tekið þátt í landsliðsverkefnum á árinu.

Við óskum Maríu og öðrum afreksíþróttamönnum í Fjarðabyggð til hamingju með viðurkenningarnar og óskum þeim velfarnaðar á nýju ári.

Fleiri myndir:
María Rún Karlsdóttir er íþróttamaður Fjarðabyggðar 2017
Íþróttamenn sem tekið hafa þátt í landsliðsverkefnum á árinu voru einnig heiðraðir

Frétta og viðburðayfirlit