mobile navigation trigger mobile search trigger
15.11.2023

Menningarmót í Fjarðabyggð 2023

Um þessar mundir er verið að gefa menningarmálum góðan gaum í Fjarðabyggð, en unnið er að því að uppfæra menningarstefnu sveitarfélagsins. Í gær þriðjudag, fór fram „Menningarmót“ í Tónlistamiðstöðinni á Eskifirði þar sem íbúar ræddu málin og fengu kynningu á þessu viðamikla verkefni og því sem fylgir.

Menningarmót í Fjarðabyggð 2023
Signý Ormarsdóttir frá Austurbrú

Birta Sæmundsdóttir formaður stjórnar Menningarstofu og Safnastofnunar opnaði fundinn en á eftir tók til máls Signý Ormarsdóttir frá Austurbrú, en hún er einn helsti sérfræðingur Austurlands í menningarmálum og veitti hún góða leiðsögn áður en Jóhann Ágúst Jóhannsson forstöðumaður Menningarstofu tók við fundarstjórn og fór yfir stöðunna og leiddi hópavinnu.

Það verður annað Menningarmót í Skrúð á Fáskrúðsfirði frá klukkan 17 til 18:30 í kvöld miðvikudag, og við hvetjum öll þau sem láta sig menningu og samfélagsmál varða til að mæta og taka þátt í umræðunni.

Fleiri myndir:
Menningarmót í Fjarðabyggð 2023
Jóhann Ágúst Jóhannsson forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar

Frétta og viðburðayfirlit