mobile navigation trigger mobile search trigger
24.01.2017

Mikið magn af fjölpósti inn um bréfalúgurnar

Á síðasta ári fékk hvert heimili í Fjarðabyggð um 14 kg af fjölpósti inn um bréfalúguna.

Mikið magn af fjölpósti inn um bréfalúgurnar
13,7 kg af fjölpósti sem bárust inn á reyðfirskt heimili á árinu 2016

Allur póstur sem ekki var sérstaklega merktur viðtakanda var vigtaður á reyðfirsku heimili á árinu 2016. Í ljós kom að 13,7 kg af fjölpósti barst inn á þetta eina heimili. Samanlagt hafa því borist um 25.000 kg af fjölpósti inn á öll heimili í Fjarðabyggð. Við framleiðslu á pappír fyrir þennan póst má gera ráð fyrir að felld hafi verið 425 tré.

Þetta er mikið magn af pappír sem mikilvægt er að íbúar setji í Grænu tunnuna þannig að hægt sé að endurvinna hann. Einnig er mikilvægt að reyna að lágmarka fjölpóstinn. Íbúum er bent á að hægt er að afþakka fjölpóst með límmiðum frá Póstinum. Fyrirtæki og stofnanir geta lágmarkað fjölpóst með því að nota aðrar leiðir til að koma skilaboðum til skila.

Smellið hér til að nálgast upplýsingar á heimasíðu Póstsins um hvernig afþakka má fjölpóst.

Fleiri myndir:
Mikið magn af fjölpósti inn um bréfalúgurnar
425 tré fóru í fjölpóstinn sem barst á heimili í Fjarðabyggð á árinu 2016

Frétta og viðburðayfirlit