mobile navigation trigger mobile search trigger
20.03.2017

Mikil hætta við Fjarðabyggðarhöllina

Mikil hætta skapaðist þegar snjór rann af þaki Fjarðabyggðarhallarinnar á sunnudag.

Mikil hætta við Fjarðabyggðarhöllina

Knattspyrnuleikur var í gangi innanhúss og þustu leikmenn, starfsmenn og áhorfendur út til þess að leita hvort einhver hefði orðið undir snjónum. Til allrar hamingju reyndist ekki vera svo.

Í kjölfar atviksins verður skoðað hvort snjógildrur geti komið í veg fyrir atvik eins og þetta. Það hefur verið skoðað áður en þá var talið að það hefði lítil áhrif. Svæði verða merkt ennþá betur og hugsanlega verða áhættusvæði girt af með einhverjum hætti. Allar áætlanir verða yfirfarnar og þá sérstaklega með tilliti til þess ef snjór teppir neyðarútganga.

Frétta og viðburðayfirlit