mobile navigation trigger mobile search trigger
12.09.2015

Move Week í Fjarðabyggð

Í tilefni af Move Week, evrópsku hreyfivikunni, verður frítt í sundalaugar Fjarðabyggðar og líkamsrækt fimmtudaginn 24. september. nk. 

Move Week í Fjarðabyggð
Evrópska hreyfivikan á Íslandi 21. til 27. september.

Ungmennafélag Íslands, UMFÍ, stendur að hreyfivikunni hér á landi, sem fer fram vikuna 21. til 27. september. Hundruð viðuburða verða í boði þessa viku um land allt á vegum fyrirtækja, félaga og opinberra aðila. Viðburðaskrá hreyfivikunnar og nánari upplýsingar eru á vef átaksins iceland.moveweek.eu.

Í Fjarðabyggð verður ókeypis í sundlaugar sveitarfélagsins og líkamsrækt, eins og áður segir, 24. september. Tilboðið gildir fyrir sundlaugarnar á Norðfirði, Eskifriði, Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði og líkamsræktarstöðvar á Norðfirði, Eskifirði og Reyðarfirði.

 

Frétta og viðburðayfirlit