mobile navigation trigger mobile search trigger
29.04.2024

Námskeið Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra

Námskeið var haldið á dögunum á vegum almannavarna í umdæminu og Almannavarnadeildar RLS, haldið í húsakynnum aðgerðastjórnar. Á því voru fulltrúar frá björgunarsveitum, sveitarfélögunum, slökkviliðunum, Rauða krossinum, Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) og lögreglu.

Námskeið Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra
Áherslan var á skipulag þegar kemur að náttúruvá, aðgerðastjórn og vettvangsstjórn, auk þess sem látið var reyna á samstarf og samstillingu eininga með skrifborðsæfingu. Námskeiðið stóð frá tíu að morgni til fimm síðdegis og gekk vel.
Næsta námskeið/æfing á vegum almannavarnanefndar Austurlands er fyrirhugað í lok maí.
Fleiri myndir:
Námskeið Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra
Námskeið Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra
Námskeið Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra

Frétta og viðburðayfirlit