mobile navigation trigger mobile search trigger
19.04.2016

Námskeið í Þjónandi leiðsögn

Sex starfsmenn í heimaþjónustu Fjarðabyggðar sóttu nýlega námskeið í Þjónandi leiðsögn.

Í hugmyndafræði Þjónandi leiðsagnar byggja öll samskipti á virðingu og kærleika. Öll samskipti snúast um að skapa traust og jákvæð tengsl milli aðila, en refsingar, líkamlegar eða andlegar og umbun, eru aldrei notaðar til að ná fram markmiðum eða breytingum. 

Námskeið í Þjónandi leiðsögn
Með starfsmönnunum á myndinni er Kristinn Már Torfason sem var leiðbeinandi á námskeiðinu.

Þungamiðja þjónandi leiðsagnar er að þátttaka starfsmanna í lífi annarra hefur þann megintilgang að kenna, hlúa að og viðhalda reynslu þeirra og upplifun af tengslum, vináttu og því að vera hluti af samfélaginu.

Nánar um Þjónandi leiðsögn.

 

Frétta og viðburðayfirlit