mobile navigation trigger mobile search trigger
28.07.2015

Ný göngubrú yfir Búðará

Nýja göngubrúin tengir saman gönguleiðir austan og vestan árinnar og er stór áfangi fyrir aðgengi almennings að vinsælu útivistarsvæði á Reyðarfirði.

Ný göngubrú yfir Búðará
Nýja göngubrúin liggur yfir rafveitustífluna skammt ofan við byggðina á Reyðarfirði.

Brúin liggur yfir stífluna í Búðará, sem er í mynni Svínadals skammt ofan við byggðina á Reyðarfirði. Er í framhaldi af þessum markverða áfanga, stefnt að frekari stígagerð á svæðinu.

Rafveita Reyðarfjarðar stendur straum af framkvæmdinni, en Landsnet og Alcoa Fjarðaál hafa veitt verkinu fjárstuðning. Um hönnun sá Agnar Olsen, verkfræðingur, og Launafl um brúargerð.

Rafveita Reyðarfjarðar tók til starfa árið 1930, en virkjun Búðarárinnar var á þess tíma mælikvarða mikið þrekvirki. Rafveitan tengdist samveitukerfi RARIK árið 1958. Rafveitustjóri er Sigfús Guðlaugsson. 

Frétta og viðburðayfirlit