mobile navigation trigger mobile search trigger
06.06.2024

Ný slökkvibifreið afhent slökkviliði Fjarðabyggðar

Slökkvilið Fjarðabyggðar fékk á dögunum nýja slökkvibifreið. Þegar Ragnar Sigurðsson, formaðu bæjarráðs afhenti Júlíusi A. Albertssyni, slökkviliðsstjóra lyklana að bifreiðinni. Slökkvibifreiðin er af gerðinni Scania P500 B4X4HZ 4x4 og kom hún fullbúin hingað til lands í síðustu viku. Hún mun verða staðsett á slökkvistöðinni á Hrauni, Reyðarfirði og leysa þar af hólmi eldri bifreið. 

Ný slökkvibifreið afhent slökkviliði Fjarðabyggðar
Frá vinstri: Júlíus A. Albertsson, slökkviliðsstjóri, Indriði Margeirssom, varaslökkviliðsstjóri, Ragnar Sigurðsson, formaður bæjarráðs, Þuríður Lillý Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi og Stefán Þór Eysteinsson, bæjarfulltrúi

,,Með tilkomu nýrrar bifreiðar mun viðbragð og gets slökkviliðs Fjarðabyggðar aukast gríðarlega og í takt við þá auknu atvinnustarfsemi og fólksfjölgun sem hefur átt sér stað í sveitarfélaginu undanfarin ár." Sagði Júlíus A. Albertsson, slökkviliðstjóri. 

Bifreiðin er búin einu öflugasta kerfi sem völ er á, svokölluðu One-Seven 5500 slökkvikerfi, sem sjöfaldar slökkvimátt þess vatns sem notað er um leið og mengun við slökkvistörf minnkar. Auk þess hefur bifreiðin Euro 6 vottun og er því mun umhverfisvænni en sú bifreið sem hún mun leysa af hólmi. Auk hefðbundinnar hand-hitamyndavélar verður bifreiðin búin  hitamyndavél, sem veitir slökkviliðinu mikla möguleika til þess að bæði leita að fólki við bryggjur og finna heit rými t.d. við eld í skipum og byggingum. Munu nú slökkviliðsmenn fá þjálfun og kennslu á bifreiðina frá framleiðanda og í kjölfarið verður hún tekin í fulla notkun. 

Slökkviliðið mun svo sýna bifreiðina á hátíðardagskrá 17. júní á Stöðvarfirði. 

Fleiri myndir:
Ný slökkvibifreið afhent slökkviliði Fjarðabyggðar
Ný slökkvibifreið afhent slökkviliði Fjarðabyggðar
Ný slökkvibifreið afhent slökkviliði Fjarðabyggðar
Ný slökkvibifreið afhent slökkviliði Fjarðabyggðar

Frétta og viðburðayfirlit