mobile navigation trigger mobile search trigger
18.03.2016

Nýir starfsmenn hjá bænum

Tveir nýir starfsmenn koma til starfa hjá sveitarfélaginu 1. apríl nk.  Nýr forstöðumaður framkvæmda- og þjónustumiðstöðva er Sigurður Jóhannes Jónsson og nýr umhverfisstjóri er Anna Berg Samúelsdóttir.

Nýir starfsmenn hjá bænum

Nýr umhverfisstjóri er Anna Berg Samúelsdóttir en Anna er 43 ára landfræðingur.

Helstu verkefni hennar verða vinna við stefnumótun í umhverfismálum sveitarfélagsins og framkvæmd hennar, fagleg forysta í umhverfismálum, náttúruvernd og ásýnd umhverfis í sveitarfélaginu, framkvæmdaeftirlit, efnistökumál,  áætlanir og frágangur efnistökusvæða.

Nýr Forstöðumaður framkvæmda- og þjónustumiðstöðva er Sigurður Jóhannes Jónsson. Sigurður er 47 ára.

Helstu verkefni hans verða þróun á samþættingu og starfsemi þjónustumiðstöðva, hafna og veitna sveitarfélagsins, mótun og gerð þjónustustefnu og gæðastaðla fyrir framkvæmda- og þjónustumiðstöð, utanumhald um þjónustumiðstöðvar og yfirstjórn þeirra, mönnun á höfnum og yfirumsjón með garðyrkjustörfum, slætti, snjómokstri, vinnuskóla og léttari umhverfis- og viðhaldsverkefni. Sigurður mun einnig vinna að samræmingu starfsmanna og tækja þjónustumiðstöðva, veitna, hafna og garðyrkjustarfsmanna og sér um að tengja starfsemina við þær framkvæmdir og viðhaldsmál sem eru í gangi í sveitarfélaginu.

Anna og Sigurður eru boðin velkomin til starfa.

Fleiri myndir:
Nýir starfsmenn hjá bænum
Anna Berg Samúelsdóttir
Nýir starfsmenn hjá bænum
Sigurður Jóhannes Jónsson

Frétta og viðburðayfirlit