mobile navigation trigger mobile search trigger
30.06.2019

Nýr forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar

Ari Allansson hefur verið ráðinn sem forstöðumanns Menningarstofu Fjarðabyggðar og mun hann hefja störf í lok ágústmánaðar.  Alls sóttust tíu aðilar eftir stöðunni með fjölþættan bakgrunn og reynslu af menningar og listastarfi.  Að afloknu hæfnismati sem byggði á kröfum til starfsins var ákveðið að ráða Ara.

Nýr forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar
Ari Allansson

Ari með doktorspróf í kvikmyndafræði frá EICAR Film School með áherslu á hlutlæga og óhlutlæga kvikmyndagerð auk þess sem hann lauk mastersnámi í leikstjórn og framleiðslu frá sama skóla.  Hann hefur víðtæka reynslu af kvikmyndagerð og kvikmyndastjórn ásamt því að að reka eigið framleiðslufyrirtæki sem framleitt hefur heimildarmyndir, stuttmyndir og fréttaefni fyrir fjölmiðla í Frakklandi, Svíþjóð og Íslandi.  Þá hefur hann unnið að skipulagningu íslenskra og norræna menningarviðburða í Frakklandi í samstarfi við hin ýmsu sendiráð Norðurlandanna ásamt menningarstofnunum í París.  Þá hefur hann reynslu af skipulagningu á vinnustofum ásamt víðtækri reynslu af menningarstjórnun ýmissa viðburða.

Ari tekur við góðu búi af Körnu sem leitt hefur starfsemi Menningarstofu og Tónlistarmiðstöðvar en hún mun láta af störfum með haustinu

Fleiri myndir:
Nýr forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar
Ari Allansson og Karna Sigurðardóttir

Frétta og viðburðayfirlit