mobile navigation trigger mobile search trigger
25.03.2020

Nýr forstöðumaður og verkefnastjóri ráðinn að Menningarstofu Fjarðabyggðar

Á næstu mánuðum munu tveir nýir starfsmenn taka til starfa við Menningarstofu Fjarðabyggðar, þau Jóhann Ágúst Jóhannsson og Jóhanna Seljan Þóroddsdóttir.  Auglýst var eftir verkefnastjóra Menningarstofu Fjarðabyggðar þann 13. janúar sl. og bárust 11 umsóknir um starfið. 

  Nýr forstöðumaður og verkefnastjóri ráðinn að Menningarstofu Fjarðabyggðar

Núverandi forstöðumaður Ari Allansson hefur óskað eftir að fá að ljúka störfum þann 1. september nk. Ari hefur unnið mikilvægt starf við undirbúning og þróun starfsemi Menningarstofunnar frá því hann tók við starfinu og mikilvægt er að tryggt sé að þeirri vinnu sé fylgt eftir og samfella verði í starfseminni.  Jóhann Ágúst mun taka við starfi forstöðumanns af Ara.

Fyrir höndum er mikilvægt starf við að þróa áfram starfsemi Menningarstofu Fjarðabyggðar en hún er núna samningsaðili gagnvart Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi um uppbyggingu tónlistarstarfs á Austurlandi sem hún tók við af Tónlistarmiðstöð Austurlands. Þá er fram undan mikill annatími hjá Menningarstofu við þróun skapandi sumarstarfa, sumarfrístundar barna í samstarfi við fjölskyldusvið, verkefnasmiðju fyrir börn og barnamenningarhátíðar með haustinu. 

Með því að fá þessa tvo starfsmenn strax til starfa er tryggt að haldið verður uppi öflugu starfi á sviðum lista og menningar sem er mjög mikilvægt á þeim tímum sem eru uppi.  Sérstaklega að þegar ástandinu léttir þá sé hægt að koma í gang öflugri starfsemi á þessu sviði en áhersla er lögð á menningu í áætlun samfélagsins um viðspyrnu vegna þess efnahagslegs tjóns sem hlýst af ástandinu.

Fleiri myndir:
  Nýr forstöðumaður og verkefnastjóri ráðinn að Menningarstofu Fjarðabyggðar
Jóhann Ágúst Jóhannsson
  Nýr forstöðumaður og verkefnastjóri ráðinn að Menningarstofu Fjarðabyggðar
Jóhanna Seljan Þóroddsdóttir

Frétta og viðburðayfirlit