mobile navigation trigger mobile search trigger
04.05.2023

Nýr fræðslustjóri Fjarðabyggðar

Anna Marín Þórarinsdóttir hefur verið ráðin fræðslustjóri Fjarðabyggðar og mun hún taka við starfinu af Þóroddi Helgasyni þann 1. ágúst næst komandi. Þóroddur hefur gegnt starfi fræðslustjóra í 15 ár og þar áður sem skólastjóri Grunnskóla Reyðarfjarðar í 20 ár.

Nýr fræðslustjóri Fjarðabyggðar
Anna Marín Þórarinsdóttir

Anna Marín hefur starfar sem skólastjóri Nesskóla samhliða því að kenna við háskólann á Bifröst. Áður starfaði hún sem aðstoðarskólastjóri og deildastjóri sérkennslu við grunnskólann á Fáskrúðsfirði. 

Anna Marín er fædd og uppalin á Fáskrúðsfirði, gift Róberti Óskari Sigurvaldasyni, saman eiga þau tvo syni og á Anna Marín einnig tvö stjúpbörn og tvö barnabörn. 

Anna Marín er boðin hjartanlega velkomin til starfa á skrifstofu Fjarðabyggðar og er Þóroddi þakkað fyrir störf sín í þágu Fjarðabyggðar sem og samstarfið á liðnum áratugum. 

Fleiri myndir:
Nýr fræðslustjóri Fjarðabyggðar
Þóroddur Helgason

Frétta og viðburðayfirlit