mobile navigation trigger mobile search trigger
08.07.2019

Nýr mannauðsstjóri Fjarðabyggðar

Ásta Sigríður Skúladóttir hefur verið ráðin sem mannauðsstjóri Fjarðabyggðar og mun hún hefja störf í byrjun septembermánaðar.  Alls sóttust átta aðilar eftir stöðunni með fjölþættan bakgrunn og reynslu. 

Nýr mannauðsstjóri Fjarðabyggðar
Ásta Sigríður Skúladóttir hefur verið ráðin mannauðsstjóri Fjarðabyggðar

Að afloknu hæfnismati sem byggði á kröfum til starfsins var ákveðið að ráða Ástu.  Með ráðningu mannauðsstjóra hjá Fjarðabyggð er bæjarstjórn að leggja aukna áherslu á mikilvægi mannauðsmála á víðum grunni sem leiða á til eflingu liðsheildar og stuðningi við starfsemina.

Ásta Sigríður er með masterspróf í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands.  Hún hefur víðtæka reynslu af mannauðsmálum og starfað við þau beint í liðlega sex ár sem sérfræðingur í mannauðsteymi Íslandsbanka.  Meðal verkefna sem hún hefur sérhæft sig í eru: jafnlaunavottun, vellíðan í vinnu og efling liðsheildar.

Frétta og viðburðayfirlit