mobile navigation trigger mobile search trigger
15.05.2023

Nýr sviðstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs

Svanur Freyr Árnason hefur verið ráðinn sviðsstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs til eins árs. Hann hefur nú þegar hafið störf. Tekur hann við starfinu af Marinó Stefánssyni, sem lét af störfum sviðstjóra 1. apríl síðastliðinn.

Nýr sviðstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs

Svanur Freyr hóf störf hjá Fjarðabyggð  árið 2018 sem verkefnastjóri á framkvæmdarsviði og tók svo við starfi  forstöðumanns veitna hjá Fjarðabyggð árið 2021.

Svanur er með meistararéttindi í pípulögnum og lauk námi í byggingariðnfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Svanur eru fæddur og uppalinn á Fáskrúðsfirði, giftur Helgu Jónu og saman eiga þau tvö syni.

Frétta og viðburðayfirlit