mobile navigation trigger mobile search trigger
16.11.2020

Öflugt skólastarf í Fjarðabyggð

Þær hertu sóttvarnaraðgerðir sem í gangi hafa verið undanfarnar vikur hafa ekki síst haft áhrif á starf í leik- og grunnskólum. Þrátt fyrir það hefur ýmislegt áhugavert og skemmtilegt verið í gangi í öllum skólum Fjarðabyggðar undanfarið.

Öflugt skólastarf í Fjarðabyggð

Þrátt fyrir miklar takmarkanir, sóttvarnarhólf og grímuskyldu sumra nemenda hefur tekist mjög vel að halda úti skólastarfi undanfarnar vikur. Nemendur og starfsfólk skólanna hafa tekið öllum þeim breytingum sem gera þurfti með jafnaðargeði og allir hafa lagst á eitt við að láta hlutina ganga upp.

Að undanförnu hefur venjulegt skólastarf verið brotið upp reglulega með hinum ýmsu viðburðum s.s. þemavikum, dögum myrkurs, bleikum degi svo eitthvað sé nefnt.

Á heimasíðum skólanna má finna skemmtilegar fréttir og myndir úr starfinu sem gaman er að skoða. Þær sýna svo ekki verður um villst, hve öflugt starf er í gangi í öllum skólastofnunum Fjarðabyggðar.

Grunnskólar:

Nesskóli

Eskifjarðarskóli

Grunnskóli Reyðarfjarðar

Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar

Breiðdals – og Stöðvarfjarðarskóli

Leikskólar

Eyrarvelli - Neskaupstað

Dalborg – Eskifirði

Lyngholt – Reyðarfirði

Kæribær – Fáskrúðsfirði

Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóli

Frétta og viðburðayfirlit