mobile navigation trigger mobile search trigger
19.10.2015

Ókeypis hjólaviðgerðir á Stöðvarfirði

Bandarísku listmönnunum Salomon Anaya og Adam Masters var vel tekið á Stöðvarfirði í gær, þegar þeir buðu á vegum Sköpunarmiðstöðvarinnar ókeypis hjólaviðgerðir.

Ókeypis hjólaviðgerðir á Stöðvarfirði

Salomon og Adam eru bandarískir listamenn sem ferðast á hjólum um Ísland og setja upp "pop-up" hjólaverkstæði hér og þar. Hafa þeir félagar boðið þessa ókeypis úrvalsþjónustu m.a. í Frystiklefanum á Rifi og í Neslist í Skagafirði.

Í gær voru þeir staddir í Sköpunarmiðstöðinni á Stöðvarfirði og var krökkum á öllum aldri boðið að koma með hjólin sín til viðgerðar og yfirferðar. Fullorðnum var einnig boðið að koma, en hjólakrakkar höfðu forgang.  

Það var síðan nóg að gera hjá Adam og Salomon í gær, en þeir taka ekkert fyrir hvorki viðgerð né varahluti. Pop-up hjólaverkstæðið verður svo áfram í gangi í dag og er því enn hægt að koma hjólum til þeirra.

Frekari upplýsingar á FB-síðu Sköpunarmiðstöðvarinnar

Fleiri myndir:
Ókeypis hjólaviðgerðir á Stöðvarfirði
Ókeypis hjólaviðgerðir á Stöðvarfirði
Ókeypis hjólaviðgerðir á Stöðvarfirði
Ókeypis hjólaviðgerðir á Stöðvarfirði

Frétta og viðburðayfirlit