mobile navigation trigger mobile search trigger
12.05.2023

Opinber heimsókn forset Íslands til Fjarðabyggðar dagana 8. maí til 10 maí

Þriggja daga opinberri heimsókn forseta Íslands til Fjarðabyggðar lauk miðvikudaginn 10. maí Dagskráin var þétt og voru allir byggðarkjarnar Fjarðabyggðar heimsóttir,  stofnanir sveitarfélagsins, ásamt því að kynna sér atvinnu- og menningarlíf og ræða við fólk á öllum aldri.

Opinber heimsókn forset Íslands til Fjarðabyggðar dagana 8. maí til 10 maí

Heimsóknin hófst mánudaginn 8. maí og kom forseti víða við á fyrsta degi sínum í opinberri heimsókn sinni til Fjarðabyggðar.

Heimsóknin hófst formlega á áningarstaðnum efst við Grænafell þar sem forseti bæjarstjórnar, bæjarstjóri og oddviti minnihlutans tóku á móti forsetanum. Var svo haldið á bæjarskrifstofurnar í morgunkaffi ásamt starfsmönnum.

Þaðan var svo haldið í Neskaupstað og komið við í skrifstofuklasanum Múlinn samvinnuhús, leikskólanum Eyravellir og farið var á flóðasvæðið og ummerki þess skoðuð ásamt því að farið var upp að flóðvarnagörðunum. Farið var svo um borð í skip Síldarvinnslunnar og umdæmissjúkrahúsið í Neskaupstað var heimsótt. Var svo haldið niðrá höfn og farið um borð í flóabátinn Anný siglt til Brekkuþorps í Mjóafirði þar sem íbúar tóku á móti forsetanum og boðið var til kaffisamsætis. Deginum lauk svo með  hátíðarkvöldverði í boði bæjarstjórnar í Skrúð, á Fáskrúðsfirði.

Á þriðjudag var haldið til Breiðdalsvíkur og á Stöðvarfjörð. Var farið í heimsókn í Beljanda,  dagvist aldraðra og leikskólann þar sem börnin sungu fyrir forsetann. Á Stöðvarfirði var komið við í grunnskólanum, Sköpunarmiðstöðinni og svo var hádegisverður í Safnaðarheimilinu með eldri borgurum á Stöðvarfirði.

Frá Stöðvarfirði var svo haldið í Skólamiðstöðina á Fáskrúðsfirði. Var þaðan haldið í Loðnuvinnsluna og hjúkrunarheimilið Uppsali. Að lokum var svo haldin fjölskylduhátíð í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði, þar ávarpaði forseti ásamt Jónu Árný bæjarstjóra gesti og skipts var á gjöfum.

Á miðvikudeginum var grunn- og leikskólinn á Reyðarfirði heimsóttir,  Launafl og Alcoa, þar sem hádegisverður var snæddur með starfsmönnum Alcoa. Eftir hádegisverðin var haldið í leikskólann Dalborg á Eskifirði, hjúkrunarheimilið, Egersund og svo Laxar fiskeldi.

Heimsókninni lauk svo með skoðunarferð um nýja íþróttarhúsið á Reyðarfirði, þar sem forsetinn fékk að líta inn á glímuæfingu.

Að lokum var komið við á sauðfjárbúinu Sléttu, þar sem sauðburður stendur yfir. Þar fékk forsetinn að gefa nýbornu lambi nafn. Fékk gimbrin nafnið Eliza.

Myndir: Jessica Auer/Strond Studio

Fleiri myndir:
Opinber heimsókn forset Íslands til Fjarðabyggðar dagana 8. maí til 10 maí
Opinber heimsókn forset Íslands til Fjarðabyggðar dagana 8. maí til 10 maí
Opinber heimsókn forset Íslands til Fjarðabyggðar dagana 8. maí til 10 maí
Opinber heimsókn forset Íslands til Fjarðabyggðar dagana 8. maí til 10 maí
Opinber heimsókn forset Íslands til Fjarðabyggðar dagana 8. maí til 10 maí
Opinber heimsókn forset Íslands til Fjarðabyggðar dagana 8. maí til 10 maí
Opinber heimsókn forset Íslands til Fjarðabyggðar dagana 8. maí til 10 maí
Opinber heimsókn forset Íslands til Fjarðabyggðar dagana 8. maí til 10 maí
Opinber heimsókn forset Íslands til Fjarðabyggðar dagana 8. maí til 10 maí

Frétta og viðburðayfirlit