mobile navigation trigger mobile search trigger
18.04.2024

Öruggara Austurland: Farsæld barna

Síðastliði haust tók fjöldi aðila saman höndum um að vinna gegn ofbeldi og öðrum afbrotum undir heitinu Öruggara Austurland. Samstarfsyfirlýsing um svæðisbundið samráð um afbrotavarnir, sú fyrsta sinnar tegundar, var undirrituð þann 4. október sl. Markmið samráðsins eru m.a. að vinna enn markvissara að öryggi íbúa, auka skilning á ofbeldi og skaðsemi þess, efla samstarfsaðila í að takast á við áföll og ofbeldi, vinna í takt við önnur verkefni í almannaþágu, s.s. innleiðingar á farsæld barna, lýðheilsuvísa, áætlanir sveitarfélaga o.fl.

Öruggara Austurland: Farsæld barna
Mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir

Samráðshópurinn kom saman í annað sinn sl. mánudag á Reyðarfirði. Greint var frá árangri samstarfsins hingað til, veitt innsýn í nýjar áherslur í tengslum við innleiðingu farsældarlaganna og skapaður vettvangur til umræðna um áherslur komandi árs.

Erindi um farsæld voru flutt af sérfræðingum hjá ráðuneytum og sveitarfélögum, lögreglunni, skólaþjónustu og íþrótta- og æskulýðsstarfs.

Fulltrúi Austurbrúar sem situr í stýrihópi verkefnisins segir samráðið ganga vel og áframhald verði á þessari mikilvægu vinnu.

Að Öruggara Austurlandi standa Lögreglustjórinn á Austurlandi, sýslumaðurinn á Austurlandi, sveitarfélögin á Austurlandi, Austurbrú, Samband sveitarfélaga á Austurlandi, Austurlandsprófastsdæmið, Heilbrigðisstofnun Austurlands, Menntaskólinn á Egilsstöðum, Verkmenntaskóli Austurlands, Ungmenna- og íþróttasamband Austulands og fleiri.

Frétt birtist á vef Austurbrúar

Fleiri myndir:
Öruggara Austurland: Farsæld barna
Mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir
Öruggara Austurland: Farsæld barna
Mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir

Frétta og viðburðayfirlit