mobile navigation trigger mobile search trigger
16.12.2016

Piparkökuhús í Molanum

Þessa viku hafa fjögur glæsileg piparkökuhús staðið til sýnis í verslunarmiðstöðunni Molanum á Reyðarfirði. Piparkökuhúsin eru hluti af góðgerðarverkefni sem ungmenni úr félagsmiðstöðvunum Zveskjunni á Reyðarfirði og Atóm á Norðfirði standa fyrir.

Piparkökuhús í Molanum

Hver hópur gerði piparkökuhús og valdi sér góðgerðarmálefni til að styrkja. Ætlunin er að biðja gesti, gangandi og aðra velunnara að styrkja frábær málefni á aðventunni. Í kvöld, föstudag, er svo slútt verkefnisins þar sem krakkarnir verða á staðnum, kynna málefnin fyrir gestum og gangandi, bjóða upp á piparkökur, kakó og skemmtilega stemningu með frábærum tónlistaratriðum og jólagleði.

Verkefnin sem krakkarnir völdu sér og hægt er að styrkja eru:

  • Fjölskylduhjálp Íslands
  • Barnaspítali Hringsins
  • BUGL – Barna- og unglingageðdeild Landspítalans
  • Söfnun fyrir hönd Sunnu Bjargar Guðnadóttir
Fleiri myndir:
Piparkökuhús í Molanum

Frétta og viðburðayfirlit