mobile navigation trigger mobile search trigger
23.01.2024

Rafræn fjárhagsaðstoð

Fjarðabyggð hefur tekið í notkun stafrænar lausnir er við kemur fjárhagsaðstoð.

Fjárhagsaðstoð til fólks sem ekki getur séð sér og sínum farborða án aðstoðar er mikilvægt málefni sem sveitarfélögin tóku ákvörðun um að vinna að sameiginlega við þróun stafrænnar lausnar inn á miðlægan þjónustuvef Ísland.is.

Rafræn fjárhagsaðstoð

Markmiðið með rafrænni umsókn er að einfalda, bæta og flýta fyrir þjónustu við notendur, fækka skrefum og minnka pappírsumstang og tryggja öryggi við umsýslu umsókna.

Ávinningur sveitarfélaga með nýrri tækni er einföld og notendavæn umsókn sem leiðir notandann í gegnum ferlið með sjálfvirkri gagnaöflun og nýtingu innviða ríkisins eins og innskráningarkefis, ferlakerfis, Straumsins og stafræns pósthólfs. Ein lausn er hönnuð, þróuð og viðhaldið fyrir sveitarfélögin. Tækifæri verða til að þróa á sama grunni fleiri velferðarþjónustur og bæta við tengingum við gagnaskrár ríkisins þegar fram líða stundir.

Minni tími fer í útskýringar og upplýsingamiðlun um stöðu umsóknar til umsækjenda. Ávinningur umsækjanda er gott aðgengi, notendavæn umsókn, minni tími í söfnun fylgiskjala og betri yfirsýni yfir umsóknina og stöðu hennar.

Verkefnið er liður í aðgerðaráætlun þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga og hlaut fjárstuðning að upphæð 100 m.kr. á fjárauka árið 2020 sem liður í Covid aðgerðum. Verkefnið hófst í apríl 2021 og er leitt af stafrænu umbreytingarteymi sambandsins í samstarfi við sveitarfélög, Stafrænt Ísland, innanráðaráðuneyti, Kolibri og Andes.

Hægt er að sækja rafrænt um fjárhagsaðstoð með því að fara inná eftirfarandi hlekk https://island.is/umsoknir/fjarhagsadstod 

Frétta og viðburðayfirlit