mobile navigation trigger mobile search trigger
01.09.2023

Rampur #800 á austfjörðum

Átta hundraðasti rampurinn var gerður á austfjörðum á dögunumm. Að því tilefni var haldin athöfn að viðstöddum ráðherrum, sveitarstjórnarfólki af austurlandi ásamt forsvarmönnum Römpum upp Ísland og formanni Sjalfsbjargar.

Rampur #800 á austfjörðum

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra héldu ræður við það tilefni.

Katrín Jakobsdóttir sagði meðal annars „Römpum upp Ísland er dæmi um þann kraft sem hægt er að framkalla með samstarfi allra aðila, en 800 rampar eru auðvitað ótrúlegur árangur. Ekki síður hefur þetta átak vakið okkur öll til meðvitundar um alla þá þröskulda sem finna má í samfélaginu, bæði áþreifanlega og óáþreifanlega, og hvernig við getum saman rutt þeim úr vegi til að tryggja jafnt aðgengi okkar allra. Og síðast en ekki síst ber að þakka frumkvæði Haraldar Þorleifssonar sem hefur verið algjör frumkvöðull í þessari baráttu fyrir betra samfélagi.“

Römpum upp Ísland hófst sem lítið verkefni til að bæta aðgengi að verslunum, veitingastöðum og öðrum samkomu- og þjónustuaðilum í miðbæ Reykjavíkur. Verkefnið hefur heldur betur undið uppá sig og seinna meir var markmiðið að byggja 1000 rampa um allt land. Síðar var markmiðið sett á 1500 rampa, þegar forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson greip orðið á blaðamannafundi í Mjóddinni og krotaði yfir 1000 rampa markmiðið og bætti við 1500.

Frétta og viðburðayfirlit