mobile navigation trigger mobile search trigger
24.08.2023

Römpum upp Fjarðabyggð

Undanfarna daga hefur teymi frá Römpum upp Ísland verið að störfum í Fjarðabyggð. Til stendur að leggja 20 rampa við verslanir og þjónustufyrirtæki í Fjarðabyggð og var byrjað á mánudaginn. 

Römpum upp Fjarðabyggð
Teymi frá Römpum upp Ísland ásamt Jónu Árný Þórðardóttir , bæjarstjóra Fjarðabyggðar og Sigríður frá Hárstofu Sigríðar

Stefnt er að því að ljúka verkinu á miðvikudaginn næsta. 

Ramparnir eru hannaðir af starfsmönnum Römpum upp Ísland, sem sjá svo um að leggja þá. Fjarðabyggð ásamt þeim fyrirtækjum sem taka þátt í verkefninu, kosta flutning á efni, gistingu og vistir fyrir starfsmenn. 

Tilgangur verkefnisins er að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun og veitingahúsum á Íslandi. Haraldur Þorleifsson, fyrrverandi stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, er hvatamaður verkefnisins. Stofnfé sjóðsins eru framlög einstaklinga, fyrirtækja og stofnana sem vilja leggja sitt af mörkum til að tryggja aðgengi hreyfihamlaðra um allt land.

Fleiri myndir:
Römpum upp Fjarðabyggð
Atli Ríkharðsson, verkstjóri hjá Römpum upp ásamt Jónu Árný, bæjarstjóra
Römpum upp Fjarðabyggð
Tannlæknastofan á Reyðarfirði
Römpum upp Fjarðabyggð
Tannlæknastofan á Reyðarfirði
Römpum upp Fjarðabyggð
Lyfja, Eskifirði
Römpum upp Fjarðabyggð
Hótel Austur, Reyðarfirði
Römpum upp Fjarðabyggð
Sesam Brauðhús, Reyðarfirði

Frétta og viðburðayfirlit